28.09.2011
Japönsk tunga í áframhaldandi sókn

Áhugi á asískum tungumálum hefur farið vaxandi hér á landi síðasta áratuginn. Þar er japanskan fremst í flokki með öfluga japönskudeild við Háskóla Íslands sem opnuð var árið 2003. Í tölum Hagstofunnar sem gefnar voru út á mánudag (26. september) í tilefni af Evrópska tungumáladeginum kemur ennfremur fram að skólaárið 2010 til 2011 stunduðu 147 framhaldsskólanemar hér á landi nám í japönsku borið saman við 114 árið á undan. Þá hefur japanska einnig verið kennd við Endurmenntun Háskóla Íslands og í Mími - Símenntun með hléum. Nánar á vef Hagstofunnar.

(Mynd: menntamalaraduneyti.is)