09.08.2011
Kertafleyting í ţágu friđar

Jón Gnarr borgarstjóri flytur friðarkveðjur frá borgarstjórunum í Hiroshima og Nagasaki við kertafleytingu á Tjörninni í kvöld 9. ágúst þegar íslenskir friðarsinnar fleyta kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna í borgunum tveimur. Dagskráin hefst kl. 22.30.

Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar og verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. Kristján Hans Óskarsson leikari mun flytja ljóðið Klukkurnar í Nagasaki eftir Hjört Pálsson, en fundarstjóri verður Auður Lilja Erlingsdóttir framkvæmdastýra.

Borgarstjórinn hefur gerst aðili að alþjóðlegri friðarhreyfingu borgarstjóra (Mayors for Peace) og er Reykjavík þannig í hópi tæplega 5.000 borga og bæja í yfir 150 löndum um allan heim þar sem ráðamenn lýsa sig reiðubúna til að vinna að friðsamari heimi án kjarnorkuvopna.

Þetta er í 27. skipti sem kertum er fleytt á Tjörninni til að undirstrika kröfuna um frið. Um er að ræða hefð sem er uppruninn í Japan, en kertafleytingar af þessu tagi fara fram víða um lönd í ágúst ár hvert.

Nánar um kertafleytinguna: