05.10.2011
Ađalfundur Íslensk-japanska félagsins - 13. október kl 17

Fimmtudaginn 13. október 2011 klukkan 17 fer fram aðalfundur Íslensk-japanska félagsins í húsnæði AFS á Íslandi í Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík. Tillögur að lagabreytingum má senda til stjórnar félagsins á netfang félagsins eða pósthólf 5215, 125 Reykjavík.

Almenn aðalfundarstörf munu fara fram samkvæmt sjöundu grein laga Íslensk-japanska félagsins, en þau eru aðgengileg hér.

Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins verður þessi upplýsingavefurvefur um Japan, nippon.is, formlega opnaður. Vefnum er haldið úti með styrk frá Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation. Félagsmenn eru hvattir til að senda stjórn hugmyndir að efni sem gæti átt heima á síðunni.

Hlökkum til að sjá sem flesta. Fyrir hönd stjórnar, Ragnar Þorvarðarson, formaður (Sími: 772-6020)