19.10.2011
Ný stjórn Íslensk-japanska félagsins - félögum fer fjölgandi

Nýir meðlimir voru kjörnir í stjórn Íslensk-japanska félagsins á aðalfundi þess sem fram fór nú í október. Það eru þeir Konráð Jónsson, lögmaður og Stefán Atli Thoroddsen, BA í Austur-Asíufræðum. Stjórnin þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum, þeim Önnu Pálu Sverrisdóttur og Lofti Þórarinssyni, kærlega fyrir samstarfið síðasta starfsárið. Á fundinum var Ragnar Þorvarðarson endurkjörinn formaður félagsins.

Farið var yfir skýrslu stjórnar þar sem reifuð voru þau helstu verkefni sem félagið hefur unnið að síðasta árið, skýrsluna má nálgast hér (pdf). Einnig var farið yfir þá viðburði og helstu mál sem tengjast samskiptum Japans og Íslands frá því að stjórnin tók við í september 2010. Í máli formanns kom fram að félögum hefur farið fjölgandi frá því í lok síðasta árs, en á tímabilinu hafa 45 nýir félagar bæst við sem er aukning upp á 20 prósent.

Stjórn Íslensk-japanska félagsins 2011-2012:

  • Ragnar Þorvarðarson, formaður
  • Konráð Jónsson
  • Sigurður Örn Hilmarsson
  • Stefán Atli Thoroddsen
  • Tinna Molphy

 Mynd: Sigurður Örn Hilmarsson, ritari félagsins og fundarstjóri á aðalfundi, 13. október 2011.