04.11.2011
═slensk ull vermir hj÷rtu Japana ß hamfarasvŠ­unum

Í gær fjallaði TV-Asahi, ein stærsta sjónvarpsstöð Japans, um dreifingu á ullarfatnaði frá Íslandi til fólks sem missti allt sitt í fljóðbylgjunni í Japan í vor. Það voru þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura í samstarfi við aðra Japana búsetta á Íslandi og ýmsa velunnara á Íslandi sem stóðu fyrir söfnun á ullarfatnaðinum í vor.

Með aðstoð Póstsins voru sendir út 140 kassar með þeim samtals 5.958 flíkum sem söfnuðust hér á landi. Þetta voru peysur, treflar og fleira sem var ýmist prjónað eða heklað úr íslenskri ull. Í frétt TV-Asahi stöðvarinnar segir frá því að hluta af fötunum, um 2.400 flíkum, hafi verið dreift í bænum Kesennuma í Miyagi héraði.  Hinn hluti þess sem safnaðist í vor var sendur til bæjarins Miyako og er einnig tilbúinn til dreifingar.

Um 350 manns biðu í röð í Kesennuma eftir að taka á móti fatnaðinum sem var geymdur í sumar, en er dreift nú þegar vetur gengur í garð á hamfarasvæðunum. Hverri fjölskyldu gafst tækifæri á að velja sér þrjár flíkur og ljóst má vera að íslenska ullin náði að verma hjörtu Japana á þessum svæðum sem illa urðu úti í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í mars.


Í viðtalinu er rætt við tvær konur sem búa í bænum Kesennuma og voru þær afskaplega ánægðar með þessar hlýlegu gjafir alla leið frá Íslandi. Viðmælandi 1: „Ég er svo ánægð að fá þetta, mér verður örugglega hlýtt í þessum handprjónuðu fötum.“ Viðmælandi 2: „Við erum afar ánægð að fá þessi föt, þau virðast vera mjög hlý. Ég á engin vetrarföt lengur, þau hurfu öll í flóðbylgjunni í vor.“ (Þýðing: Asa Shimada og Kjartan Jónsson).

Aðstandendur átaksins þakka enn og aftur landsmönnum hvarvetna af landinu sem þátt tóku í söfnuninni, sem og Póstinum sem sendi fatnaðinn á eigin kostnað til Japans. Eins og sjá má af viðbrögðum þeirra sem tóku á móti þessari sendingu alla leið frá Íslandi, er þeim mikilvægt að finna hlýhug frá vinum í fjarlægum löndum sem þó eru nálægt í hug og hjarta.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Íslensk ullarföt afhent í Japan

Tengt efni: