18.11.2011
Heišursvišurkenning frį utanrķkisrįšherra Japan

Dr. Tryggvi Sigurðsson, sviðstjóri á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, hlaut í dag heiðursviðurkenningu frá utanríkisráðherra Japans fyrir framúrskarandi framlag til japanskrar menningar á Íslandi og í Evrópu. Tryggvi er forseti bæði evrópska og íslenska kyudo sambandsins og hefur verið ötull talsmaður japanskra íþrótta hér á landi sem og annars staðar í Evrópu.

Viðurkenningin er veitt 68 einstaklingum árið 2011, þar af 52 útlendingum. Heiðursviðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í japanska sendiráðinu á Íslandi að viðstöddum sendiherrahjónum Japans á Íslandi, fjölskyldu hans, vinum og samtarfsfélögum.