28.01.2012
Áttunda Japanshátíđin

Það var mikil gleði á árlegri Japanshátíð sem fram fór á Háskólatorgi nú um helgina, enda nóg af áhugaverðum atburðum á dagskránni. Gestir gátu m.a. fengið japanskt shiatsu nudd ásamt fræðslu um japanska poppmúsík (J-pop), japanska tölvuleiki, anime, manga og margt fleira.

Hátíðin er skipulögð í samvinnu Sendiráðs Japans á Íslandi og nemenda í japönsku máli og menningu á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Japanshátíðin hefur verið haldin í janúar ár hvert síðan árið 2005 og var því nú haldin í áttunda skiptið.

Fulltrúar stjórnar kynntu Íslensk-japanska félagið ásamt því að ræða við gesti og gangandi. Á meðfylgjandi mynd má sjá Konráð og Tinnu sem voru hörkudugleg að skrá nýja meðlimi á póstlista félagsins. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á: www.japanfest.net

Myndskeið af Japanshátíð 2012