13.04.2012
Afhending styrkja ˙r Watanabe-styrktarsjˇ­num

Meðlimum Íslensk-japanska félagsins er boðið að vera við afhendingu styrkja úr Watanabe-styrktarsjóðnum sem stofnaður var af Toshizo Watanabe árið 2008. Markmið sjóðsins er að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans og er nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn.

Sjóðurinn veitir stúdentum og vísindamönnum við Háskóla Íslands tækifæri til að nema og starfa í Japan og japönskum stúdentum og vísindamönnum kost á að koma til Íslands.

Athöfnin fer fram mánudaginn 16. apríl 2012 kl. 15 í Hátíðasal Aðalbyggingar. Boðið verður upp á veitingar að athöfn lokinni.