28.05.2012
Shojin Ryori matrei­slunßmskei­

Sendiráð Japans á Íslandi stóð í síðustu viku fyrir námskeiði í Shojin Ryori sem er matargerð að hætti búddamunka. Mari Fujii kenndi gestum að elda þessa einföldu og næringaríku rétti, en hún hefur kennt matreiðslu japanskra búddamunka í yfir tuttugu ár. Námskeiðið var haldið hjá Lifandi markaði.

Í viðtali við RÚV sagði hún m.a. „Við borðum ekki dýr, ef maður eltir eitthvað og það hleypur undan þýðir það að maður á ekki að borða það. Mestallt hráefnið kemur úr jurtaríkinu. Við notum bara korn og grænmeti, það má rekja til búddískra hugmynda,“. Viðtalið í heild sinni má skoða á vef RÚV og nánari upplýsingar um Shojin Ryori má finna hér.