16.05.2012
Kirsuberjatrén blómstra

Vegfarendur í Hljómskálagarðinum nú í maí hafa tekið eftir því að fyrstu blómin á kirsuberjatrjánum sem gróðursett voru í fyrra eru farin að springa út. Fjallað er um málið á vef Reykjavíkurborgar í síðustu viku og segir þar m.a.:

Hljómskálagarðurinn skartar nú 50 kirsuberjatrjám í vesturenda garðsins, en þau voru gróðursett í fyrravor og eru gjöf frá Japansk-íslenska félaginu og Íslensk-japanska félaginu. Þau voru gróðursett til vitnis um vináttu Japana og Íslendinga í tilefni af hálfrar aldar afmæli þessara félaga. Kirksuberjatrjánum virðist líka lífið vel í Hljómskálagarðinum og bjartviðri undanfarna daga hefur gert þeim gott, því sum þeirra eru farin að skarta fallegum ljósbleikum blómum.

Tengdar fréttir: