03.10.2012
Sérstaklega áhugavert ađ skyggnast í hugarheim fólks

Gunnar Egill Egilsson, lögmaður, stundaði skiptinám við Kyushu-háskóla í Fukuoka árið 2006. Við fengum hann til að deila með lesendum upplifun sinni af dvölinni þar.

Hvers vegna Japan?
Það var aðallega menning, land og þjóð sem dró mig að landinu. Nemendum í lagadeild í Háskólanum í Reykjavík bauðst að fara í skiptinám til ýmissa landa, en Japan var það land sem heillaði mig mest. Ég hafði lítilega kynnst japanskri menningu, og tók ég því tækifæri fagnandi að kynnast landi og þjóð nánar.
Lýstu því þegar þú komst fyrst til Japans. Myndirðu segja að þú hafir orðið fyrir menningarsjokki?
Ég hafði fylgst með öðru fólki sem var að fóta sig í Japan og vissi því nokkurn veginn hverju ég átti von á. Ég varð því ekki fyrir neinu verulegu sjokki. Það fyrsta sem sló mig þegar ég kom til Japan, var að upplifa hvernig hversdagslegir hlutir og venjur voru frábrugðnir því sem maður sjálfur þekkir. Þannig gátu venjubundnar athafnir eins og að bregða sér í kjörbúð orðið hið mesta ævintýri fyrstu vikurnar. 
Hversu góð(ur) ertu í japönsku og hversu lengi varstu að koma upp kunnáttu þinni?
Námið sem ég var í fór fram á ensku og bekkjarfélagarnir voru ekku japanskir. Maður reiddi sig fyrst og fremst á ensku en lærði mjög takmarkaða japönsku. Því kann ég aðeins nokkra frasa. 
Segðu frá áhugaverðum stöðum sem þú ferðaðist til á meðan þú varst í Japan.
Ég fór til Tokyo, Kobe, Osaka og Kyoto. Mjög svo ólíkar borgir, sem allar eru heillandi á sinn hátt. Kyoto er án vafa ein sú fegursta og Tokyo mjög yfirkeyrð á köflum. Þþá gerði maður sér sérstaka ferð til Kobe til að bregða sér á steikhús, sem var vel þess virði. Við leigðum okkur einnig bíl og keyrðum nokkuð um eyjuna sem við bjuggum á, Kyushu, sem er syðsta eyjan af fjórum megin eyjum Japans.
Hver er uppáhalds japanski maturinn og drykkurinn þinn?
Kobe kjötið ber af, en gott sushi er alltaf klassískt. Ég á mér engan sérstakan uppáhalds dtykk, en ég minnist þess að í háskólanum tíðkaðist að drekka kalt kaffi úr dós, sem var selt í sjálfssölum. Þetta bragðaðist hræðilega í fyrstu, en eins einkennilega og það hljómar hef ég einstaka sinnum saknað þessa drykkjar. Ég drakk einnig töluvert af grænu tei, en það lagðist eiginlega af eftir að ég kom heim. 
Var eitthvað sem þú lærðir af dvöl þinni sem þú hefðir viljað gera öðruvísi og telur gott að fólk hafi í huga þegar það kemur til Japan?
Í sjálfu sér ekkert sem ég hefði viljað gera öðruvísi. En það sem vert er að hafa í huga áður en farið er til Japan er að setja sig aðeins inn í samfélags- og samskiptaandann. Þar sem að segja má að hann sé á öndverðu við það sem við þekkjum hér, má forðast uppákomur og misskilning með smá undirbúningi.
Hvað kom mest á óvart við Japan?
Man ekki eftir neinu sérstöku sem kom mest á óvart, en margt kom mjög skemmtilega og þægilega á óvart. En sérstakelga áhugavert var að skyggnast í hugarheim fólks á svipuðum aldri og maður var sjálfur, þannig gat maður skynjað hversu ólíkir menningarheimarnir eru.

Hvers vegna Japan?
Það var aðallega menning, land og þjóð sem dró mig að landinu. Nemendum í lagadeild í Háskólanum í Reykjavík bauðst að fara í skiptinám til ýmissa landa, en Japan var það land sem heillaði mig mest. Ég hafði lítilega kynnst japanskri menningu, og tók ég því tækifæri fagnandi að kynnast landi og þjóð nánar.

Lýstu því þegar þú komst fyrst til Japans. Myndirðu segja að þú hafir orðið fyrir menningarsjokki?
Ég hafði fylgst með öðru fólki sem var að fóta sig í Japan og vissi því nokkurn veginn hverju ég átti von á. Ég varð því ekki fyrir neinu verulegu sjokki. Það fyrsta sem sló mig þegar ég kom til Japan, var að upplifa hvernig hversdagslegir hlutir og venjur voru frábrugðnir því sem maður sjálfur þekkir. Þannig gátu venjubundnar athafnir eins og að bregða sér í kjörbúð orðið hið mesta ævintýri fyrstu vikurnar. 

Hversu góð(ur) ertu í japönsku og hversu lengi varstu að koma upp kunnáttu þinni?
Námið sem ég var í fór fram á ensku og bekkjarfélagarnir voru ekku japanskir. Maður reiddi sig fyrst og fremst á ensku en lærði mjög takmarkaða japönsku. Því kann ég aðeins nokkra frasa. 

Segðu frá áhugaverðum stöðum sem þú ferðaðist til á meðan þú varst í Japan.
Ég fór til Tokyo, Kobe, Osaka og Kyoto. Mjög svo ólíkar borgir, sem allar eru heillandi á sinn hátt. Kyoto er án vafa ein sú fegursta og Tokyo mjög yfirkeyrð á köflum. Þþá gerði maður sér sérstaka ferð til Kobe til að bregða sér á steikhús, sem var vel þess virði. Við leigðum okkur einnig bíl og keyrðum nokkuð um eyjuna sem við bjuggum á, Kyushu, sem er syðsta eyjan af fjórum megin eyjum Japans.

Hver er uppáhalds japanski maturinn og drykkurinn þinn?
Kobe kjötið ber af, en gott sushi er alltaf klassískt. Ég á mér engan sérstakan uppáhalds drykk, en ég minnist þess að í háskólanum tíðkaðist að drekka kalt kaffi úr dós, sem var selt í sjálfssölum. Þetta bragðaðist hræðilega í fyrstu, en eins einkennilega og það hljómar hef ég einstaka sinnum saknað þessa drykkjar. Ég drakk einnig töluvert af grænu tei, en það lagðist eiginlega af eftir að ég kom heim.

Var eitthvað sem þú lærðir af dvöl þinni sem þú hefðir viljað gera öðruvísi og telur gott að fólk hafi í huga þegar það kemur til Japan?
Í sjálfu sér ekkert sem ég hefði viljað gera öðruvísi. En það sem vert er að hafa í huga áður en farið er til Japan er að setja sig aðeins inn í samfélags- og samskiptaandann. Þar sem að segja má að hann sé á öndverðu við það sem við þekkjum hér, má forðast uppákomur og misskilning með smá undirbúningi.

Hvað kom mest á óvart við Japan?
Man ekki eftir neinu sérstöku sem kom mest á óvart, en margt kom mjög skemmtilega og þægilega á óvart. En sérstaklega áhugavert var að skyggnast í hugarheim fólks á svipuðum aldri og maður var sjálfur, þannig gat maður skynjað hversu ólíkir menningarheimarnir eru.