23.10.2012
A­alfundur 2012 - nřir me­limir Ý stjˇrn

Á miðvikudaginn síðasta fór fram aðalfundur Íslensk-japanska félagsins í húsnæði AFS á Íslandi, Ingólfsstræti. Nýir meðlimir voru kjörnir í stjórn, en það eru Elísabet K. Grétarsdóttir BA í Austur-Asíufræðum og Kjartan Jónsson forstöðumaður hjá Icelandair. Stjórnin þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum, þeim Sigurði Erni Hilmarssyni og Tinnu Molphy, kærlega fyrir samstarfið síðustu tvö árin. Á fundinum var Ragnar Þorvarðarson endurkjörinn formaður félagsins.

Farið var yfir skýrslu stjórnar þar sem reifuð voru þau helstu verkefni sem félagið hefur unnið að síðasta árið, skýrsluna má nálgast hér (pdf). Einnig var farið yfir þá viðburði og helstu mál sem tengjast samskiptum Japans og Íslands á tímabilinu. Í máli formanns kom fram að aukning nýrra félaga hafi haldið áfram á tímabilinu og að félagið stæði vel fjárhagslega.

Samhliða aðalfundi flutti Gunnella Þorgeirsdóttir aðjúnkt í japönsku við deild erlendra tungumála við HÍ fyrirlestur undir yfirskriftinni „Omamori“, deyjandi leifar fortíðar eða lifandi hefð? um gildi verndargripa fyrir japönsk börn í nútímasamfélagi.

Stjórn Íslensk-japanska félagsins 2012-2013:

  • Ragnar Þorvarðarson, formaður
  • Elísabet K Grétarsdóttir
  • Kjartan Jónsson
  • Konráð Jónsson
  • Stefán Atli Thoroddsen

Mynd: Gunnella Þorgeirsdóttir flytur fyrirlestur á aðalfundi, 17. október 2012.