19.03.2013
Heimildamyndasýning um hamfarirnar í Japan 2011

Japönskudeild HÍ býður til sýningar á tveimur heimildamyndum fimmtudaginn 21. mars klukkan 16:00 í stofu 101 í Lögbergi. Líkt og alltaf þá er aðgangur ókeypis og að sjálfsögðu allir velkomnir.

Þar eru sýndar tvær heimildamyndir sem fjalla á mismunandi máta um það mikla uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað í norður Japan í kjölfar hamfaranna sem og hve langt er enn í land. En 11. mars síðastliðinn voru einmitt liðin 2 ár síðan að tæplega 20.000 manns létust í þessum voveiflegu hamförum.

Myndirnar sem um ræðir eru:

Myndirnar voru áður sýndar á Japans hátíðinni 2. febrúar. Einnig bendum við á fyrirlestur sem Herdís Sigurjónsdóttir verður með fyrr um daginn sem ber titilinn „Börn og Hamfarir, Hvað getum við lært af Japan“. Fyrirlesturinn er frá 12-13 í stofu 101 Odda og mun hún þar fjalla um hamfarirnar og neyðarviðbrögð, sjá hér.