27.03.2013
Aðalfundur 18. apríl 2013

Aðalfundur Íslensk-japanska félagsins verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl 2013 klukkan 17. Nánari dagskrá verður auglýst í næstu viku. Almenn aðalfundarstörf munu fara fram samkvæmt sjöundu grein laga félagsins, en þau eru aðgengileg hér. Síðustu ár hefur aðalfundur verið haldinn að hausti en verður nú haldinn fyrir lok aprílmánaðar, samkvæmt samþykktum félagsins.

Fundurinn er haldinn í húsnæði AFS á Íslandi í Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík. Tillögur að lagabreytingum má senda til stjórnar á netfang félagsins eða pósthólf 5215, 125 Reykjavík. Félagsgjöld eru 2.500 krónur fyrir 25 ára og eldri og greiðast inn á reikning 0338-03-403322 (kennitala: 530892-2639), en í ár verða ekki sendar út kröfur í netbanka.

Hlökkum til að sjá sem flesta. Fyrir hönd stjórnar, Ragnar Þorvarðarson, formaður (Sími: 772-6020)