19.06.2014
Skógarferđ til Skógar framtíđarinnar í nálćgri framtíđ

Undanfarin ár hefur Íslensk-japanska félagið farið einu sinni á ári og gróðursett tré í Skógi framtíðarinnar eða Mirai no Mori eins og hann kallast á japönsku. Laugardaginn 28. júní kl. 13:00 munum við að hittast í skóginum, gróðursetja og gera það sem gera þarf svo skógurinn haldi áfram að stækka. Að því loknu munum við grilla og njóta veitinga í boði félagsins.


Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og eiga góðan dag saman! Þeir sem hafa áhuga á því að hjálpa til eru beðnir um að koma með verkfæri með sér (t.d. skóflur og fötur og vatn á brúsa eða í gosflöskum). Við munum sjá um að koma með plöntur, moltu og veitingar.

Fyrir þá sem hafa áhuga mun ég setja leiðarlýsingu að skóginum, hér fyrir neðan en ef einhver lendir í vandræðum þá er hann beðinn um að hringja í Stefán í síma 848-1337.

_______________________________

Leiðarlýsing að Mirai no Mori

Í Hafnarfirði skal beygja inná Kaldárselsveg og keyra í áttina að Helgarfelli. Eftir nokkurn spöl eru Íshestar vinstra megin, halda áfram að skilti merkt Kaldársel og fara ekki þangað heldur áfram malbikið á enda.

Aðeins eftir að malbik endar vinstra megin er skilti merkt: I1 og þann veg á að fara.

Halda alltaf beint  áfram.  Eftir nokkurn spöl sést hús fram undan, halda áfram í áttina að því og áfram til hægri þegar komið er að afleggjara til hússins.

Enn er haldið beint áfram, þegar Actavislundurinn á vinstri hönd sést er Mirai no Mori stutt fram undan.

Við Mirai no Mori er hestagirðing og skilti merkt Mirai no Mori.