07.10.2014
Frábćrir tónleikar Ryoichi Higuchi

Ryoichi Higuchi hélt tvenna tónleika nú um helgina, í Grensárskirkju á laugardaginn og í Sólheimum, Grímsnesi á sunnudaginn. Þar að auki spilaði Ryoichi í Verslunarskólanum fyrir nemendur skólans en  góð stemning var á öllum tónleikunum sem heppnuðust afskaplega vel í alla staði.

Ryoichi tók nokkur af sínum þekktustu frumsöndu lögum en gaman var að heyra tónlistarmanninn syngja íslenska lagið Söknuður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson en Ryoichi þýddi texta Jóhanns Helgasonar yfir á japönsku og var útkoman frábær.

Ryoichi hefur verið á löngu tónleikaferðalagi sem hann nefnir eftir frægasta lagi sínu Tegami en hann hafði haldið 173 tónleika í Japan áður en hann kom til Íslands.  Tónleikar Ryuichi voru mjög sérstakir en þetta var í fyrsta skipti sem tónlisarmaðurinn hélt erlendis og er það því mikill heiður að fá hann hingað til lands.

Íslensk-japanska félagið vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á tónleikana en þeir sem misstu af tækifærinu þurfa ekki að örvænta því Ryoichi sagðist ætla að koma aftur hingað til lands á næstunni og halda tónleika á nýjan leik.