08.02.2015
Japan Festival 2015: Gestir og gangandi #2

Næstu daga og vikur ætlum við að birta stutt viðtöl sem félagið tók við gesti og gangandi á Japan Festivali árið 2015. Þrátt fyrir að festivalið sé haldið í ellefta skiptið í röðinni halda vinsældir hennar áfram að aukast.

Margt hefur breyst á þessum ellefu árum og gaman væri að taka saman sögu festivalsins við tækifæri. Í þetta skiptið ákváðum við að einbeita okkur að því sem er að gerast í dag og spurja fólk út í hvað dragi það á festivalið.

- - - - - - - - - 

Hrefna, 22 ára

Hvers vegna ert þú komin á Japan festival í ár?

Ég fór að hafa meiri áhuga á Japan í fyrra eftir að ég fór á leiðtoganámskeið í Iwate í fyrra en það var tengt enduruppbyggingarstarfseminni í Japan eftir náttúruhamfarirnar árið 2011. Ég stefni á að fara aftur til Japan í sumar að skoða mig betur um og að hitta japönsku vini mína sem ég kynntist í fyrra.