29.09.2015
Húsfyllir á fyrirlestrum Yumie Hirano

Hin opinberi talsmaður fórnarlamba kjarnorkusprengingunnar í Hiroshima, Yumie Hirano, kom til landsins í fyrir skömmu og hélt þrjá fyrirlestra um afleiðingar þessa hræðilega atburðar á fórnarlömbin sjálf og borgina þeirra.

Yumie talaði fyrir fullum sal á opnum fyrirlestrum í Borgarbókasafninu á sunnudaginn og í Háskóla Íslands á mánudaginn. Þar að auki hélt Yumie fyrirlestur fyrir japani sem búa hér á landi, í japanska sendiráðinu. 

Tvær japanskar konur búsettar á Íslandi, þær  Megumi Nishida og Asako Ichihatchi, skipulögðu komu Yumie til landsins og viljum við í Íslensk-japanska félaginu þakka þeim fyrir góðan undirbúning og gott samstarf.