13.04.2016
A­alfundur 2016

Aðalfundur Íslensk-japanska félagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl klukkan 17:30 á Lækjartorgi 5, 3. hæð, þar sem ferðaskrifstofan Kilroy er til húsa en gengið er inn frá Lækjartorginu sjálfu.

Í ár höldum við uppá 35 ára afmæli félagsins en á þessum aðalfundi munum við fara yfir verkefni liðins árs sem og stöðu félagsins í dag og framtíð þess. Þar að auki munum við ræða við nokkra aðila, sem komu að stofnun Íslensk-japanska félagsins í lok ársins 1981 og rifja upp þá tíma í sögu félagsins. Því vonum við að sem flestir láti sjá sig, taki þátt í umræðunum og hafi gaman að. 

Í tilefni þessa nokkurskonar stórafmælis viljum við bjóða uppá sushi og hafa þetta svolítið gaman.

Svo við náum að panta rétt magn af sushi þá biðjum við þig um að skrá mætingu hér.

Sjáumst eftir rétt rúmar tvær vikur,

Stjórn Íslensk-japanska félagsins