06.05.2016
Möguleikar á styrkjum til náms í Japan

Eftirfarandi er tilkynning frá japanska sendiráðinu varðandi möguleika íslendinga á því að fá námstyrki frá japönskum stjórnvöldum. 

-
 
Sendiráð Japans á Íslandi auglýsir styrki, á vegum japanskra stjórnvalda, íslenskum námsmönnum til handa. Þrjár styrkleiðir eru í boði fyrir umsækendur:
1.        Styrkur til framhaldsnáms á háskólastigi. (Master's eða Ph.D)
2.        Styrkur til grunnnáms á háskólastigi.
3.        Styrkur til iðntæknináms.
Styrkirnir eru ætlaðir fyrir námsárið sem hefst í apríl 2017. Frestur til umsókna er 30. júní 2016.
Frekari upplýsingar um styrkina má nálgast hjá Sendiráði Japans á Íslandi, eða með fyrirspurnum í gegnum tölvupóst á netfangið japan@rk.mofa.go.jp.