06.05.2017
Skýrsla frá aðalfundi

Aðalfundur Íslensk-japanska félagsins var haldinn fimmtudaginn 4. maí. Eftirfarandi var niðurstaða fundarins:

1. Stefán Thoroddsen, formaður félagsins, kynnti skýrslu stjórnar. Stefán vildi meina að stjórnin hafi verið afskaplega dugleg og framkvæmdaglöð árið 2016 en þar kom m.a. fram að félagið hafi komið beint að skipulagningu á 6 viðburðum á árinu og hjálpað til með kynningarstarfsemi á 16 öðrum. 

2. Fjármál félagsins eru í prýðis standi sbr. ársreikning félagsins, sem Hörður Helgi Helgason, skoðunnarmaður félagsins skrifaði undir.

3. Formaðurinn og tveir stjórnarmeðlimir, Elísabet Kristjánsdóttir og Saga Stephensen, voru endurkjörin í stjórnina og situr hún því óbreytt frá síðasta ári.

4. Nýr skoðunnarmaður félagsins, Svavar K. Lúthersson, var valinn. Stjórnin þakkaði Herði fyrir frábæt starf sem skoðunnarmaður félagsins sl. 10 ár. Við erum honum virkilega þakklát!

6. Eftir formleg fundarhöld var boðið uppá léttar veitingar (sushi og bjór) og afskaplega áhugaverðan fyrirlestur Árna Kristjánssonar um dvöl sína í Japan. Árni talaði m.a. um rannsóknarverkefni sitt í meistaranámi sínu um dubstep í Japan, uppáhalds ramen-ið sitt og talaði um reynslu sína af því að hafa unnið á geðlæknastofu. Takk fyrir Árni! 

 

Hér má sjá skýrslu stjórnarinnar

Hér má sjá ársreikning félagsins