10.05.2017
Hanami 19. maí

Íslensk-japanska félagið ætlar að halda árlega hanami hittinginn sinn í Hljómskálagarðinum föstudaginn 19. maí.

Á vorin, þegar kirsuberjatréin eru í blóma, safnast japanir saman í almenningsgörðum og dást saman að fallegu, bleiku blómunum sem blómstra. Undanfarin ár höfum við safnast saman í Hljómskálagarðinum og skapað skemmtilega stemningu í kringum okkar eigin kirsuberjatré, sem gróðursett voru árið 2011.

Íslensk-japanska félagið mun skaffa léttar veitingar í föstu og fljótandi, dúka, sem hægt er að setjast á og teppi til að halda hita á þeim allra verst klæddu. Einnig verða einhver skemmtiatriði á dagskrá, en þau verða tilkynnt þegar nær dregur.

Við vonumst til þess að sem flestir mæti og njóti blómanna með okkur!

Frekari upplýsingar má finna á fésbókarviðburðinum en við hvetjum þá sem vilja mæta til þess að melda sig þar inni. Það er nefnilega svo gott að hafa hugmynd um hversu margir ætla sér að mæta, þið vitið hvernig þetta er.