13.05.2019
Hanami Ý Hljˇmskßlagar­inum 17. maÝ nŠstkomandi

Íslensk-japanska félagið ætlar að halda árlega hanami hittinginn sinn í Hljómskálagarðinum föstudaginn 17. maí. Viðburðinn hefst um 17:00 og vonumst við til að vera saman fram eftir kvöldi. 

Á vorin, þegar kirsuberjatréin eru í blóma, safnast fólk í Japan saman í almenningsgörðum og dást saman að fallegu, bleiku blómunum sem blómstra. Þá er hefð að koma með girnilegt bento (nestisbox) og drykk til að deila með öðrum. Undanfarin ár höfum við safnast saman í Hljómskálagarðinum og skapað skemmtilega stemningu í kringum okkar eigin kirsuberjatré, sem gróðursett voru árið 2011.

Íslensk-japanska félagið og japanska sendiráðið munu bjóða upp á létt snarl og drykki. Einnig verða dúkar og teppi á svæðinu svo hægt sé að hafa það notalegt undir kirsuberjatrjánum. 

Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna með fjölskyldu og vinum á þennan skemmtilega viðburð.