19.06.2019
Gróðursetningarferð í Mirai no Mori

Miðvikudaginn 26. júní kl. 18:00 ætlar félagið að fara í sínu árlegu ferð í skóglendi félagsins í Hafnarfirði.

Árið 2001 hófu félagar í Íslensk-Japanska félaginu gróðursetningu trjáa í landnemaspildu í Klifsholti, norðan við Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Skógurinn ber heitið Mirai-no-Mori, þ.e. skógur framtíðar. Tíðkast hefur ár hvert að fara að reitnum og gróðursetja tré.

Lítið hefur rignt í sumar og er mikil þurrkur á svæðinu, plönturnar þurfa sárlega vatn og umhyggju. Við ætlum því að leggja sérstaklega áherslu á viðhald á þeim trjám sem nú þegar eru á svæðinu og hvetjum þá sem mæta til að taka með sér vatn á flösku fyrir trén. Snarl verður í boði á svæðinu fyrir þá sem mæta á þennan skemmtilega viðburð. 

Ef þig langar að taka þátt í þessu starfi félagsins, endilega láttu okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á isjap@nippon.is