12.01.2020
Japan Festival 2020

Hið árlega Japan Festival verður haldið nú á laugardaginn í Veröld Húsi Vigdísar á milli kl. 13 - 17! Hátíðin er frábært tækifæri til þess að upplifa japanska menningu á Íslandi. Meðal þess sem hægt verður að sjá í ár er wadaiko, japanskur trommusláttur, og einnig verður boðið upp á örnámskeið í sushigerð. Þetta er þó aðeins brot af þeim skemmtilegu uppákomum sem eru í boði. Stjórn íslensk-japanska félagsins verður á svæðinu, endilega komdu og heilsaðu upp á okkur.