04.03.2020
Izakaya kvöld á Makake

Íslensk-japanska félagið efnir til Izakaya kvölds á Makake sunnudagskvöldið 29 mars kl. 18:00. Félagið mun standa fyrir sérstökum SPEED MEET leik í upphaf kvöldsins áður en við gæðum okkur á ljúfengum japönskum mat.Makake hefur útbúið sérstakan izakaya matseðil fyrir þetta einstaka kvöld og félagið mun bjóða upp á einn drykk fyrir þá sem mæta. Athugið að skrá sig þarf á viðburðinn með því að senda tölvupóst á isjap@nippon.is fyrir 25. mars 2020