04.03.2020
Vordagskrá félagsins 2020

Vordagskrá félagsins er að taka á sig mynd! 

Sunnudaginn 29. mars næstkomandi, milli 18-21, efnir félagið til Izakaya kvölds á Makake. Boðið verður upp á japanskar veitingar auk þess sem félagið mun halda sérstakan SPEED MEET leik í upphaf viðburðar svo allir hafi tækifæri til þess að kynnast. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á japanskri menningu til þess að hittast og spjalla í góðum félagsskap. 

Aðalfundur íslensk-japanska félagsins verður haldinn fimtudaginn 2. apríl milli 17:30-19:00 í sal í andyri skrifstofubyggingar í Sigtúni 41, 105 Reykjavík. Farið verður yfir hefðbundin aðalfundarstörf ásamt því að Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum, mun flytja fyrir okkur erindi um fyrsta ár Reiwa tímabilsins sem hófst á síðasta ári. Félagið mun bjóða upp á léttar japanskar veitingar í lok fundar.

Að lokum verður Hanami í Hljómskálagarðinum haldið föstudaginn 15. maí kl. 17:30 og hvetjum við ykkur til þess að taka daginn frá.