31.05.2011
Japönsk kirsuberjatré prýđa Hljómskálagarđinn

Jón Gnarr, borgarstjóri tók formlega við 50 Japönskum kirsuberjatrjám fyrir hönd Reykjavíkurborgar frá forseta Japansk-Íslenska félagsins, Yoshihiko Wakita, við hátíðlega athöfn í Hljómskálagarðinum í gær. Tilefni gjafarinnar er að á þessu ári fagnar Japansk-íslenska félagið 20 ára afmæli sínu og systurfélag þess á Íslandi, Íslensk-Japanska félagið, fagnar 30 ára afmæli sínu. Trén 50 tákna samanlagðan aldur félaganna tveggja og ævarandi vináttu og frið milli Íslands og Japan.

Í þakkarræðu sinni sagði borgarstjóri m.a. að það tæki langan tíma að rækta tré. „Vináttan er oftast líka lengi að verða til," sagði Jón. Hann sagðist ennfremur hlakka til þess að standa undir blómstrandi trjánum í góðra vina hópi að vori til og að hann myndi ætíð muna eftir þessum degi þar sem sonur hans ætti afmæli þennan dag. Hann myndi því koma reglulega í lundinn að vori til, til að fylgjast með vexti trjánna og blómgun þeirra.
Að ræðu borgarstjóra lokinni var einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem létust í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í Japan í mars síðastliðnum.
Hr. Wakita formaður stjórnar Japansk-Íslenska félagsins tók í sama streng og borgarstjóri og sagði að blóm kirsuberjatrjánna væru eins konar tákn Japans. Þau væru í hávegum höfð þar í landi þar sem fegurð blóma þeirra væri ómótstæðileg. Hann þakkaði Íslendingum fyrir hlýjan hug þeirra sem sýndur hefði verið í verki eftir náttúruhamfarirnar í Japan
Jón Gnarr, borgarstjóri og Hr. Wakita formaður Japansk-Íslenska félagsins, gróðursettu svo í sameiningu eitt kirsuberjatré í vorrigningunni auk þess sem sérstök sendinefnd frá Japan hjálpaðist að við gróðursetningu annars kirsuberjatrés. Hr. Natsume, sendiherra Japans á Íslandi færði þakkir fyrir hönd japönsku ríkisstjórnarinnar.
Flutt voru nokkur tónlistaratriði við athöfnina. Málmblásarakvintettinn Yobo Häbeba hóf athöfnina en síðan lék japanski kvenflautuleikarinn Yoko Owada japanskt lag. Graduelakór Langholtskirkju og Langholtsdætur sungu íslenska þjóðsönginn og japönsk þjóðlög sem vöktu mikla lukku á meðal hinna japönsku gesta.
Kirsuberjatrén 50 munu væntanlega verða mikil prýði í Hljómskálagarðinum og gleðja augu borgarbúa og gesta þeirra um langa framtíð en þau geta orðið mörg hundruð ára gömul og skarta fagurbleikum blómum.
Fréttin birtist upphaflega á vef Reykjavíkurborgar.

Jón Gnarr, borgarstjóri tók formlega við 50 Japönskum kirsuberjatrjám fyrir hönd Reykjavíkurborgar frá forseta Japansk-Íslenska félagsins, Yoshihiko Wakita, við hátíðlega athöfn í Hljómskálagarðinum í gær. Tilefni gjafarinnar er að á þessu ári fagnar Japansk-íslenska félagið 20 ára afmæli sínu og systurfélag þess á Íslandi, Íslensk-Japanska félagið, fagnar 30 ára afmæli sínu. Trén 50 tákna samanlagðan aldur félaganna tveggja og ævarandi vináttu og frið milli Íslands og Japan.

Í þakkarræðu sinni sagði borgarstjóri m.a. að það tæki langan tíma að rækta tré. „Vináttan er oftast líka lengi að verða til," sagði Jón. Hann sagðist ennfremur hlakka til þess að standa undir blómstrandi trjánum í góðra vina hópi að vori til og að hann myndi ætíð muna eftir þessum degi þar sem sonur hans ætti afmæli þennan dag. Hann myndi því koma reglulega í lundinn að vori til, til að fylgjast með vexti trjánna og blómgun þeirra.

Að ræðu borgarstjóra lokinni var einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem létust í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í Japan í mars síðastliðnum.

Hr. Wakita formaður stjórnar Japansk-Íslenska félagsins tók í sama streng og borgarstjóri og sagði að blóm kirsuberjatrjánna væru eins konar tákn Japans. Þau væru í hávegum höfð þar í landi þar sem fegurð blóma þeirra væri ómótstæðileg. Hann þakkaði Íslendingum fyrir hlýjan hug þeirra sem sýndur hefði verið í verki eftir náttúruhamfarirnar í Japan.

Jón Gnarr, borgarstjóri og Hr. Wakita formaður Japansk-Íslenska félagsins, gróðursettu svo í sameiningu eitt kirsuberjatré í vorrigningunni auk þess sem sérstök sendinefnd frá Japan hjálpaðist að við gróðursetningu annars kirsuberjatrés. Hr. Natsume, sendiherra Japans á Íslandi færði þakkir fyrir hönd japönsku ríkisstjórnarinnar.

Flutt voru nokkur tónlistaratriði við athöfnina. Málmblásarakvintettinn Yobo Häbeba hóf athöfnina en síðan lék japanski kvenflautuleikarinn Yoko Owada japanskt lag. Graduelakór Langholtskirkju og Langholtsdætur sungu íslenska þjóðsönginn og japönsk þjóðlög sem vöktu mikla lukku á meðal hinna japönsku gesta.

Kirsuberjatrén 50 munu væntanlega verða mikil prýði í Hljómskálagarðinum og gleðja augu borgarbúa og gesta þeirra um langa framtíð en þau geta orðið mörg hundruð ára gömul og skarta fagurbleikum blómum.

Fréttin birtist upphaflega á vef Reykjavíkurborgar.