Félag Japansmenntađra á Íslandi

Félag Japansmenntaðra stofnað - lög félagsins

Félag Japansmenntaðra á Íslandi var stofnað föstudaginn 14. mars 2008.

Tilgangur félagsins er í sem stystu máli að stuðla að eflingu tengsla milli þeirra fjölmörgu íslendinga, og annarra sem búa hér á landi, sem hafa stundað formlegt nám við japanska menntastofnun í lengri eða skemmri tíma. Sjá nánar um þetta í lögum hins nýstofnaða félags, sem birtast hér að neðan.


Tengiliður: Eyþór Eyjólfsson (eythor.eyjolfsson hjá gmail.com)

Lög félagsins

1 gr. Heiti félagsins er Shouju-no-kai – Félag Japansmenntaðra á Íslandi.Enskt heiti félagsins er Shouju-no-kai – Japan Alumni Association of Iceland. Merki félagsins er táknið fyrir furu (matsu).

2 gr. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3 gr. Tilgangur félagsins er að auka tengsl Japans og Íslands með áherslu á menntun, m.a. með því:

A. að styðja væntanlega nemendur með kynningum og leiðbeiningum um nám í Japan.

B. að auka hlut Japana í námi á Íslandi og auðvelda slík nemendaskipti.

C. að efla samstarf og kynni meðal aðila með reynslu af menntun í Japan.

D. að virkja reynslu fólks af menntun í Japan.

E. að gera fólki kleift að gefa af sér til baka með miðlun af sinni reynslu.

4.gr. Félagar geta orðið allir þeir sem búsettir eru á Íslandi og stundað hafa skipulagt nám á vegum japanskra menntastofnana. Þar með taldir eru styrkþegar frá japanska ríkinu, skiptinemar á vegum íslenskra eða alþjóðlegra stofnana eða samtaka, og þeir sem kennt hafa við japanskar menntastofnanir.

5.gr. Félagið heldur aðalfund einu sinni ári þar sem stjórn félagsins er kosin. Í stjórn eru formaður og tveir meðstjórnendur.

 

-

Síðast uppfært í október 2012