Japanshátíđ í Háskóla Íslands

Vefsíða Japan Festival.

Japan festival eða Japanshátíð er haldin árlega í Háskóla Íslands af nemendum háskólans við Japönsku deildina, í samstarfi við Japanska sendiráðið. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá því árið 2005, en þá hélt frú Vigdís Finnbogadóttir ræðu í tilefni þess.

Á hátíðinni geta gestir labbað um svæðið og kynnt sér þá japönsku menningu sem það hefur áhuga á. Margt er að sjá, en allt frá sýnikennslu í japönskum blómaskreytingum til kynningar á starfsemi Íslands-Japans félagsins hefur verið til staðar á hátíðinni. Það borgar sig þó að mæta á hverju ári því úrvalið er síbreytilegt og hátíðin virðist fara stækkandi með hverju árinu sem líður. Það er því greinilegt að áhugi Íslendinga á Japanskri menningu er mikill.

Síðast uppfært í apríl 2015