Sendiráð landanna

Stofnað var til stjórnmálasambands á milli Íslands og Japans 8. desember 1956.

 

Japanska sendiráðið á Íslandi

Japanska sendiráðið á Íslandi er til húsa að Laugavegi 182, Reykjavík. Sumarið 2014 var fyrsti japanski sendiherra Japans á Íslandi, Mitsuko Shino, skipuð. 

Upplýsingar um þjónustu sendiráðsins er að finna á heimasíðu þess.

 

Íslenska sendiráðið í Japan

Íslenska sendiráðið í Tókíó var stofnað árið 2001. Haustið 2013 var Hannes Heimisson skipaður sendiherra Íslands í Japan en hann tók við af Stefáni Lárusi Stefánssyni.

Upplýsingar um þjónustu sendiráðsins er að finna á heimasíðu þess.

 

Síðast uppfært í janúar 2015.