Gömul fréttabréf og saga félagsins

Sumarið 2014 hafði Smári Baldursson, fyrrverandi stjórnarmeðlimur Íslensk-japanska félagsins, samband við núverandi stjórn og sagðist hafa gömul fréttabréf félagsins í fórum sér. Skömmu síðar afhenti Smári undirrituðum fréttabréfin auk lítillar bókar þar sem farið er yfir atburði og þau verkefni sem fyrstu stjórnir félagsins unnu að í byrjun níunda áratugar síðustu aldar.

Fréttabréfin og bókin eru vel með farin en Smári hafði einnig skannað öll gögnin og vistað sem PDF skjöl. Undirritaður hefur nú hlaðið skjölunum inná á vefinn og eru þau öllum aðgengileg í dag en einstaka greinar fréttablaðanna má nú lesa í menningar- og fróðleikshluta þessarar heimasíðu.

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Smára kærlega fyrir að hafa samband við okkur og veita okkur innsýn inn í hvernig félagsstörfum hefur verið háttað í gegnum tíðina en þegar skjölin eru skoðuð má sjá að mikið má læra af störfum fyrri stjórna.

24. nóvember 2014

Stefán Atli Thoroddsen, formaður Íslensk-japanska félagsins

 

Saga félagsins

- Ágrip af sögu Íslensk-japanska félagsins. Kristín Ísleifsdóttir, 1996

- Fundarboð á aðalfund félagsins árið 1985

Fréttabréf félagsins

Ágúst 1997

- Október 1997

- Desember 1997

- Janúar 1998

- Mars 1998

- Október 1998

- Febrúar 1999

- September 1999

- Nóvember 1999

- Október 2000

- Apríl 2001

- Febrúar 2001

- September 2001

- Júní 2002

- Nóvember 2002

- Nóvember 2003

- Mars 2004