11.11.2014
Uppskrift: Krabbasalat

1 stk egg

1/2 stk gúrka

Glærar núðlur

Krabbakjöt (fæst frosið í flestum stórmörkuðum)

2 msk ristuð mulin sesamfræ

2 msk hrísgrjónaedik

2 msk sojasósa

1 msk sykur

salt, eftir smekk

 

Hrærið eggið og steikið eggjakökuna sem síðan er skorin í strimla. Gúrkan skorin í ca. 5 cm langa strimla. Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum og settar strax í kalt vatn. Sesamfræin eru ristuð á pönnu, hrista þarf pönnuna af og til svo þau festist ekki, síðan eru þau mulin í morteli. Þá er sojasósu, ediki, salti og sesamfræum blandað og öllu hinu bætt varlega útí.