Japönsk skrautskrift

Japönsk skrautskrift (Calligraphy) sem listform, á sér meira en 3000 ára sögu. Búddísk rit voru skrifuð með kínverskum táknum þannig að skrautskriftin á sér rætur í búddiskum helgisiðum.

Skrautskriftin er byggð á orðtáknum þar sem blandað er tækni og hugmyndaflugi og einungis línur eru notaðar. Skrautskrifarinn gefur þannig orðinu líf með eigin pensilförum. Ekki er hægt að breyta neinu eftir að orðtáknum hefur verið strokið á blaðið og lifa þau þar í eilífðinni. 

Calligraphy er kölluð drottning listanna í Japan og hefur ávallt verið samtvinnuð japanskri menningu og fylgt einkennum tíðarandans í gegnum aldirnar. Konur og karlar sem urðu þekktir skrifarar voru kallaðir shoka og litið á þá sem listamenn.

Ink Drawing 

Ink painting er einnig aldagömul listgrein í Japan. Japanir lærðu þessa listgrein í Kína á 14. öld og smám saman í lok 15. aldar var þetta orðin útbreidd skrift í Japan og frá henni þróaðist nútíma japönsk skrift sem kallast kana en hún er enn notuð með kínverskri skrautskrift. Svart blek (sumi) einkennir skriftina og málað með pensli eða silki. 

Texti tekinn úr fréttabréfi Íslensk-japanska félagsins, 2.tbl. október 2000 (Höf: Smári Baldursson)

Mynd: Tákn fyrir lauf "ha" skrifað með japanskri skrautskrift

Síðast uppfært í Nóvember 2014