Manga og anime

Manga eru japanskar teiknimyndasögur en þær byrjuðu að koma út undir lok 18. aldar. rætur manga ná lengra niður og eru klassísk japönsk málverk oft tekin sem dæmi þegar elstu áhrifavaldar manga eru nefndir.

Sá stíll af manga sem flestir kannast við í dag kom fyrst upp með teiknimyndasögunum um Astro Boy eftir Osamu Tezuka en þegar þessar sögur komu út árið 1952 gjörbylltu þær hinum japanska myndasögu heimi. Hér má heyra áhugaverðan þátt í Víðsjá um Astro Boy

Þegar manga er nefnt er varla komist hjá því að nefna anime, en anime eru japanskar kvikmyndir. Þrátt fyrir aðekki sé hægt að setja þessa tvo flokka af efni í sama hóp eru áhrif manga á anime í upphafi hins síðar nefnda ótvíræð en í nú til dags.

Fjöldinn allur af manga teiknimyndasögum hafa verið endurgerðar í anime stíl og ein af þeim sem hefur haft hvað mest áhrif er Akira en sú mynd var með þeim fyrstu anime myndum sem hafði mikil áhrif í hinum vestræna heimi og mætti jafnvel segja að hafi búið til nýja kynslóð af áhugafólki um japanska menning og til gamans má geta um áhrifin, að árið 2013 mun Bandarísk kvikmynd sem byggð er á myndasögunni verði gefin út.  

Síðast uppfært í júní 2012