Shogi

Japönsk skák á sér sama forföður og evrópska skákin og hefur verið tefld óbreytt í meira en 400 ár. Í Japan er hún mjög vinsæl, japanskir fjölmiðlar birta fréttir og þrautir svipað og morgunblaðið birtir um skák. Síðari ár hefur Shogi einnig náð fótfestu í Evrópu. Þó að Shogi hafi þróast út frá sömu upphaflegu skákinni er hún tefld ólíkt evrópsku skákinnisem gerir það að verkum að erfitt er að reikna marga leiki fram í tímann. Hentar hún því vel bæði óreyndari skákmönnum sem og vönum.

Texti tekinn úr fréttabréfi Íslensk-japanska félagsins, 2.tbl. nóvember 2002 (Höf:Úlfar Bragason)

Mynd: Japanskt Shogi (tafl)