Japönskunám viđ Háskóla Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands er eini háskólinn á Íslandi sem kennir japönsku. Japönskudeildin hefur verið starfandi frá árinu 2003 og býður upp á japönskunám sem aðal- og aukagrein. Þá býður deildin upp á skiptinám erlendis. Af heimasíðu deildarinnar:

Markmið
Kynna nemendum helstu reglur japanskrar málfræði og gera þeim kleift að skilja talað mál og tjá sig á japönsku. Nemendur kynnast einnig japönsku ritmáli, þ.e.a.s kana og kanji, og læra að lesa og skrifa þau tákn sem koma fyrir í námsefninu. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér orðaforða til lesturs og ritunar einfaldra texta.
Í upphafi tungumálanámsins læra nemendur þann grunn sem nauðsynlegt er að hafa til þess að læra japönsku; ritmálið.
Hiragana. Notað til að rita orð af japönskum uppruna
Katakana. Notað til að rita orð af erlendum uppruna – t.d. eru erlend sérnöfn skrifuð með þessu letri
Kanji. Kínverskt myndletur sem notað er samhliða Hiragana og Katakana
Þú lærir Kana ritmálin fljótt í byrjun námsins en þú mun stöðugt vera að bæta við þig nýjum Kanji táknum ásamt því að byggja upp nýjan orðaforða og læra málfræðina. Eftir aðeins eina önn mun það koma þér á óvart hversu mikið þú hefur lært á skömmum tíma. Þú munt geta ráðið við ýmis konar samræður sem geta átt sér stað í daglegu lífi auk þess sem þú munt geta lesið og skrifað einfalda texta á japönsku.

Markmið
Kynna nemendum helstu reglur japanskrar málfræði og gera þeim kleift að skilja talað mál og tjá sig á japönsku. Nemendur kynnast einnig japönsku ritmáli, þ.e.a.s kana og kanji, og læra að lesa og skrifa þau tákn sem koma fyrir í námsefninu. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér orðaforða til lesturs og ritunar einfaldra texta.

Í upphafi tungumálanámsins læra nemendur þann grunn sem nauðsynlegt er að hafa til þess að læra japönsku; ritmálið.

  • Hiragana. Notað til að rita orð af japönskum uppruna
  • Katakana. Notað til að rita orð af erlendum uppruna – t.d. eru erlend sérnöfn skrifuð með þessu letri
  • Kanji. Kínverskt myndletur sem notað er samhliða Hiragana og Katakana

Þú lærir Kana ritmálin fljótt í byrjun námsins en þú mun stöðugt vera að bæta við þig nýjum Kanji táknum ásamt því að byggja upp nýjan orðaforða og læra málfræðina. Eftir aðeins eina önn mun það koma þér á óvart hversu mikið þú hefur lært á skömmum tíma. Þú munt geta ráðið við ýmis konar samræður sem geta átt sér stað í daglegu lífi auk þess sem þú munt geta lesið og skrifað einfalda texta á japönsku.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu japönskudeildar Háskóla Íslands.

Síðast uppfært í júní 2012.