Fréttir
Japönsk nútímahönnun 100 | 24.10.2017
Laugardaginn 28. október opnar sýning um Japanska nútímahönnun í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Öllum félögum Íslensk-japanska félagsins er boðið að koma á opnun sýningarinnar en hún mun annars standa yfir til 23. desemb...... Lesa meira
Námskeið í söng og öndun | 19.07.2017
Íslensk-japanska félagið vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi námskeiði sem haldið verður í byrjun næsta mánaðar en félagið mun kosta leigu á húsnæðinu, þar sem það verður haldið. Japanska söngkonan Mocca verður með námskeið í söng og öndun, í R...... Lesa meira
Japanski upplýsingavefurinn nippon.is

Velkomin/n á japanska upplýsingavefinn nippon.is - Nippon (日本) þýðir Japan á japönsku. Hér má finna allt það helsta sem tengist Japan á Íslandi, en vefnum er haldið úti af Íslensk-japanska félaginu, sem stofnað var árið 1981. Vefurinn var opnaður á árinu 2011, í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. 

Tengsl landanna tveggja hafa farið ört vaxandi síðustu ár og áratugi. Árið 2001 opnaði Sendiráð Japans hér á landi og tveimur árum síðar hófst kennsla í japönsku við Háskóla Íslands.