01.09.2011
Brosandi B÷rn - Jap÷nsk menning Ý HR

Á laugardaginn (3. september) verður haldinn japanskur íþrótta- og menningarviðburður, Brosandi börn, í húsnæði Háskólans í Reykjavík.

Þema viðburðarins er börn, bæði hér á landi og í Japan. Markmiðið er að vekja athygli á aðstæðum barna á hamfarasvæðunum í Japan, en á sama tíma minna á þann auð sem við eigum í börnunum okkar. Við hvetjum alla til að mæta ásamt fjölskyldum til að sýna japönsku þjóðinni stuðning í því mikla uppbyggingarstarfi sem framundan er, kynna sér japanska menningu og njóta dagsins. Dagskráin, sem stendur frá kl. 13:00 –16:00, er í meðfylgjandi viðhengi.

Það eru Vinir Japans sem standa fyrir viðburðinum, en með honum vilja Japanir á Íslandi og aðrir aðstandendur þakka Íslendingum kærlega fyrir frábæran samhug og stuðning vegna hamfaranna í Japan í vor. Í tengslum við viðburðinn verður leitað eftir fjárframlagi fyrirtækja, en það mun renna til að bæta aðstæður barna á hamfarasvæðunum. 

Nánari upplýsinar veitir Ragnar Þorvarðarson, formaður Íslensk-japanska félagsins (Sími: 772-6020).