10.11.2011
Kristín Ísleifsdóttir hlýtur heiðursorðu Japanskeisara

Í dag afhenti Hr. Masayuki Takashima, sendiherra í Sendiráði Japans á Íslandi, Kristínu Ísleifsdóttur, aðjunkt í japönsku við Háskóla Íslands, formlega heiðursorðu Japanskeisara. Það er hans hátign Akihito Japanskeisari sem veitir Kristínu orðuna, sem er orða hinnar rísandi sólar með gylltum geislum og hálsborða.

Kristín er, eins og flestir þekkja, ein af stofnendum Íslensk-japanska félagsins og fyrrum formaður þess. Kristín hefur unnið ötult starf í þágu samskipta Íslands og Japans í yfir 30 ár. Með óeigingjörnu framlagi sínu  hefur hún stuðlað að auknum skilningi milli landanna tveggja, sérstaklega á sviði lista og menningar. Stjórn félagsins óskar Kristínu til hamingju með þessa miklu viðurkenningu og þakkar henni jafnframt innilega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum árin.

Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag „Íslensk kona hlýtur heiðursorðu Japanskeisara