03.10.2012
A­alfundur og fyrirlestur um omamori

Samhliða aðalfundi Íslensk-japanska félagsins miðvikudaginn 17. október mun Gunnella Þorgeirsdóttir aðjúnkt í japönsku við deild erlendra tungumála við HÍ flytja fyrirlestur undir yfirskriftinni „Omamori“, deyjandi leifar fortíðar eða lifandi hefð? Gildi verndargripa fyrir japönsk börn í nútímasamfélagi.

Fundurinn hefst klukkan 17 og hefst fyrirlesturinn í framhaldi af því, klukkan 17.30. Í þessu spjalli mun Gunnella kynna fyrir félagsmönnum japönsku verndargripina „omamori“ sem oft og tíðum eru seldir í hofum í Japan, merkingu þeirra í lífi barna og þá breytingu sem orðið hefur á þessari hefð á síðari árum. Hluti af fyrirlestrinum hefur áður verið fluttur á vettvangi Félags þjóðfræðinga.

Fundurinn er haldinn í húsnæði AFS á Íslandi í Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík. Tillögur að lagabreytingum má senda til stjórnar á netfang félagsins eða pósthólf 5215, 125 Reykjavík. Almenn aðalfundarstörf munu fara fram samkvæmt sjöundu grein laga Íslensk-japanska félagsins, en þau eru aðgengileg hér.

Hlökkum til að sjá sem flesta. Fyrir hönd stjórnar, Ragnar Þorvarðarson, formaður (Sími: 772-6020)