21.09.2015
Hiroshima - The Atomic Story

Hin japanska Yumie Hirano er talsmaður eftirlifenda kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima í seinni heimstyrjöldinni en 70 ár hafa liðið frá þessum hörmulega atburði. Yumie kemur til Íslands í lok september til að halda fyrirlestur um eftirmála árásarinnar í Hiroshima. 

Yumie ferðast um heiminn og deilir reynslu fórnarlambanna frá Hiroshima og útskýrir hryllinginn á bakvið notkun kjarnorkuvopna. Nú er hún stödd á Íslandi og ætlar að halda fyrirlestra sína á Borgarbókasafni Reykjavíkur og í Háskóla Íslands í lok mánaðarins. 

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að koma og hlusta á frásögn Yumie. Frekari upplýsingar má sá á fésbókarsíðu viðburðarins.

SUNNUDAGINN 27. SEPTEMBER
Borgarbókasafn, Tryggvagötu klukkan 15:00

MÁNUDAGINN 28. SEPTEMBER
Háskóli Íslands, Háskólatorg stofa 101