10.05.2016
Hanami 2016

Föstudaginn 20. maí klukkan 17:30 mun Íslensk-japanska félagið halda Hanami í Hljómskálagarðinum þar sem kirsuberjatré félagsins voru gróðursett á milli litlu Tjarnarinnar og Bjarkargötu.

Hefð er fyrir því að japanskir vinir og vandamenn hittist undir kirsuberjatrjám þegar þau eru í blóma og nú getum við gert slíkt hið sama. Von er á japönskum gestum frá Japansk-Íslenska félaginu, systurfélag (eða jafnvel spegilsfélag) okkar eigins. 

Eins og hefð hefur verið fyrir þá verður boðið upp á léttar veitingar en samkvæmt okkar heimildarmönnum frá japanska sendiráðinu þá mun japanska sendiráðið bjóða uppá örlítið sushi og fleira góðgæti. 

Við vonumst til þess að sjá sem flesta!