Origami

Origami eða pappírsbrot er aldagömul listgrein í Japan. Eins og með margar aðrar listgreinar er ekki með vissu vitað hvenær hún varð til en talið er að listgreinin hafi byrjað á "Heian tímabilinu" (794-1185) eða um tveimur öldum eftir fyrstu kynni Japana af pappírsgerð. Talið er víst að origami hafi verið orðið vel þekkt á áttunda áratugnum. Á svokallaðri "Doll festival", sem haldin er árlega, bjuggu börn aðalsmanna til origami brúður úr sérstökum pappír sem kallast jingu yoshi (helgidómspappír) sem síðan voru látnar fljóta með ánni í þeirri trú að rétt eins og brúðurnar skoluðust burtu með straumnum ættu einnig öllum illum öndum sem ógnað gætu börnunum að verða skolað burt á sama hátt.

Á þessum tímum var origami aðallega notað í ýmsum trúarathöfnum Shinto, vegna þess hve dýr pappírinn var, og erfitt að nálgast hann. 

Þar sem pappírinn er ekki dýr í dag er origami notað við mörg önnur tækifæri og þetta orðið mjög útbreitt áhugamál í Japan í dag og einnig í hinum vestræna heimi. Í dag er fjöldinn allur til af pappírsbrotum í origami og möguleikarnir nær óendanlegir, jafnvel fyrir byrjendur, og mjög mikill fjöldi bóka er til um þessa merku listgrein Japana. 

Það er því örugglega hægt að segja að allir geta fundið origami við sitt hæfi. 

Texti tekinn úr Fréttabréfi Íslensk-japanska félagsins, 3. tbl. desember 1997 (höf.: Smári Baldursson)

Síðast uppfært þann 11. nóvember 2014.